Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefir opnað upplýsingavef á léninu https://borgfirdingar.is . Á síðunni eru ýmsar upplýsingar og gögn um sameiningarviðræðurnar og kosningarnar, efni frá íbúafundum og fróðleikur um sameiningu sveitarfélaga. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar til samstarfsnefndar á síðunni.
Samstarfsnefnd mun nýta vefinn til að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri við íbúa og auglýsa viðburði sem tengjast því.