Vel heppnaður íbúafundur í Hjálmakletti

Fimmtudaginn 23.janúar sl. var -haldinn íbúafundur á vegum samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti og á Teams. Í upphafi fundarins var farið yfir stöðu sameiningarviðræðnanna en megintilgangur hans var að gefa íbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Um 35 manns mættu á fundinn, þar af 29 á staðnum og 6 á Teams.

Að kynningu lokinn var fundargestum skipt í vinnuhópa sem ræddu fjórar spurningar varðandi mögulega sameiningu. Líflegar umræður sköpuðust í hópunum og ólík sjónarmið komu fram. Samstarfsnefnd mun nýta niðurstöðurnar í vinnuna við mótun framtíðarsýnar og álits.