Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði til við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður og íbúum gefinn kostur á að kjósa um sameiningu.
Haldnir hafa verið íbúafundir í sveitarfélögunum tveimur til að kynna verkefnið og leita eftir sjónarmiðum íbúa. Einnig hefur verið haldin vinnustofa með lykilstarfsmönnum, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki til að kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í starfsemi sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd mun nýta þær upplýsingar sem þar hafa komið fram við mótun framtíðarsýnar og álits.
Í tengslum við óformlegu viðræðurnar voru teknar saman upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, skipurit, fyrirkomulag þjónustu, samstarfsverkefni, íbúafjölda, mannfjöldaspá, álagningu og fleira (30.5.2024 – Fylgiskjal Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður forsendur). Upplýsingarnar verða uppfærðar þegar ársreikningar ársins 2024 liggja fyrir.