Kjörstaðir og opnunartími

Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt tillögur kjörstjórnar um skiptingu í kjördeildir, kjörstaði og opnunartíma í sameiningarkosningunum sem fara fram 5. – 20. september nk.  Skorradalshreppur verður ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum.

Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi:

Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir
5. september 10:00-14:00
8.-12. september kl. 12:00-14:00
15.-19. september kl. 12:00-14:00

Félagsheimilið Lindartunga – Lindartungukjördeild
18. september kl. 18:00-20:00

Grunnskólinn á Kleppjárnsreykjum – Kleppjárnsreykjakjördeild
18. september kl. 16:00-20:00

Félagsheimilið Þinghamar, Varmalandi – Þinghamarskjördeild
18. september kl. 16:00-20:00

Hjálmaklettur, Borgarnesi – allar kjördeildir
20. september kl. 10:00-18:00

Skorradalshreppur

Laugabúð í Skorradal
5. september kl. 10:00-14:00
8., 10., 15. og 18. september kl. 16:00 til 18:00.
20. september kl. 10:00-18:00.

Þeir sem ekki geta mætt á kjörstað geta kosið í póstkosningu. Hægt er að óska eftir kjörgögnum í pósti eða í tölvupósti með því að senda beiðni á netfangið postkosning@borgfirdingar.is. Í beiðni skal koma fram nafn, kennitala og heimilisfang kjósanda.

Nánari upplýsingar um kosningarnar er að finna hér.