Já. Í 134. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eru ákvæði um að það varði sektum að gefa villandi upplýsingar sem leiða til rangrar skráningar í kjörskrá eða greiða atkvæði í nafni annars einstaklings, nema þyngri refsins liggi við eftir öðrum lögum. Tekið er fram í lögunum að þetta eigi sérstaklega við málamyndaskráningu lögheimilis í kjördæmi til að vera settur þar á …
Kaffiboð
Miðvikudaginn 3. september nk. er öllum kjósendum í Skorradalshreppi boðið til kaffisamsætis til að ræða, hlusta og skiptast á skoðunum um málefni er varða kosningar um sameiningu Skorradalshrepps við Borgarbyggð. Boðið er haldið í fundarsal á miðhæð Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hefst kl. 17:00 og stendur til 21:00. Ætlunin er að reyna að hafa þetta spjall á óformlegum nótum, …
Dreifibréf um íbúakosningarnar 5.-20. september nk.
Dreifibréf með upplýsingum um álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, kjörstaði í kosningunum 5.-20. september og opnunartíma þeirra er komið í dreifingu í sveitarfélögunum tveimur. Hafi dreifibréfið ekki borist þér má hlaða því niður hér.
Hlekkur á íbúafund í Hjálmakletti kl. 20:00
Hér er hlekkur til að tengjast íbúafundinum í Hjálmakletti í kvöld kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að tengjast.
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna íbúakosninganna liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Skorradalshrepps og Borgarbyggðar á opnunartíma þeirra fram að upphafi kosninga þann 5. september nk. Í Skorradalshreppi verður einnig hægt að skoða kjörskrána hjá Jóni Eiríki Einarssyni oddvita samkvæmt nánara samkomulagi. Opnunartími skrifstofu Borgarbyggðar er: Mánudaga-fimmtudaga kl. 09:30-15:00 Föstudaga kl. 09:30-14:00 Opnunartími skrifstofu Skorradalshrepps er: Mánudaga og fimmtudaga kl 10:30-12:00
Íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september. Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi …
Kjörstaðir og opnunartími
Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt tillögur kjörstjórnar um skiptingu í kjördeildir, kjörstaði og opnunartíma í sameiningarkosningunum sem fara fram 5. – 20. september nk. Skorradalshreppur verður ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:00 8.-12. september kl. 12:00-14:00 …
Samstarfsnefnd skilar áliti
Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafa jafnframt …
Ársreikningur Skorradalshrepps 2024 samþykktur
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2024 var samþykktur af sveitarstjórn þann 21. maí 2025. Niðurstöður ársreikningsins endurspegla trausta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og gott sjóðstreymi, sem veitir svigrúm til fjárfestinga án skuldsetningar. Rekstrarniðurstaða A-hluta nam 36,3 milljónum króna sem er umtalsvert betri niðurstaða en árið 2023. Þegar litið er til samanlagðra reikningsskila A- og B-hluta nam rekstrarniðurstaðan 35,3 milljónum króna, sem er lækkun …
Ársreikningur Borgarbyggðar 2024 samþykktur
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2024 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 8. maí sl. Ársreikningurinn endurspeglar sterka fjárhagsstöðu og góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins. Afgangur af rekstri A-hluta var 319 m.kr. sem er nokkru lægra en árið 2023, en afgangur af samanlögð reikningsskilum A- og B-hluta var 440 m.kr. sem er um 55 m.kr. hærri en árið á undan. Rekstrartekjur A- …
- Page 1 of 2
- 1
- 2