Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Sveitarstjórn Borgarbyggðar og hreppsnefnd Skorradalshrepps hafa jafnframt …
Ársreikningur Skorradalshrepps 2024 samþykktur
Ársreikningur Skorradalshrepps fyrir árið 2024 var samþykktur af sveitarstjórn þann 21. maí 2025. Niðurstöður ársreikningsins endurspegla trausta rekstrarstöðu sveitarfélagsins og gott sjóðstreymi, sem veitir svigrúm til fjárfestinga án skuldsetningar. Rekstrarniðurstaða A-hluta nam 36,3 milljónum króna sem er umtalsvert betri niðurstaða en árið 2023. Þegar litið er til samanlagðra reikningsskila A- og B-hluta nam rekstrarniðurstaðan 35,3 milljónum króna, sem er lækkun …
Ársreikningur Borgarbyggðar 2024 samþykktur
Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2024 var samþykktur á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 8. maí sl. Ársreikningurinn endurspeglar sterka fjárhagsstöðu og góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins. Afgangur af rekstri A-hluta var 319 m.kr. sem er nokkru lægra en árið 2023, en afgangur af samanlögð reikningsskilum A- og B-hluta var 440 m.kr. sem er um 55 m.kr. hærri en árið á undan. Rekstrartekjur A- …
Ákvörðun Skorradalshrepps um undirskriftasöfnun felld úr gildi
Innviðaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Skorradalshrepps um að heimila undirskriftasöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu um ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja formlegar viðræður við Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaganna. Í áliti ráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin, sem tekin var á fundi sveitarstjórnar þann 1. ágúst 2024, hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 4. júlí 2024 að …