Opnaður verður færanlegur kjörstaður í Hjúkrunar- og Dvalarheimilinu Brákarhlíð föstudaginn 19. september frá kl. 10.00 til 11.30. Kjörstaðurinn verður í Hátíðarsal á fyrstu hæðinni og munu starfsmenn Brákarhlíðar fylgja þeim íbúum sem vilja taka þátt í kosningunni á kjörstað. Bæði verður hægt að greiða atkvæði í íbúakosningum í Borgarbyggð og í Skorradalshreppi og hægt er að óska eftir aðstoð við …
Saman værum við sterkari
Nú þegar líða fer að íbúakosningum um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar er að mínu mati orðið tímabært að fara yfir nokkur atriði sem snúa að mér sem íbúa í Skorradalshreppi. Eftir að hafa búið hér í tæp 20 ár þá er ég alltaf jafn bjartsýn og ég vonaði að það yrði spilaður heiðarlegur leikur að þessu sinni. Þegar þetta er …
Kosningar í september
Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar kjósa í september með eða á móti sameiningu. Skorradalshreppur óskaði snemma á yfirstandandi kjörtímabili eftir samtali við Borgarbyggð með það að markmiði að skoða tækifæri sveitarfélaganna til sameiningar. Sveitarfélögin áttu í óformlegum viðræðum frá febrúar til júlí 2024. Verkefnishópur á vegum sveitarfélaganna lagði svo til í framhaldi af því samtali við sveitarstjórnirnar að ráðist yrði í …
Upptaka frá íbúafundi í Hjálmakletti 28. ágúst
Miðvikudaginn 27. ágúst var haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi þar sem tillaga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, álit samstarfsnefndar og fyrirkomulag íbúakosninganna 5.-20. september voru kynnt. Um 40 íbúar sóttu fundinn á staðnum og um 25 sátu fundinn í streymi á netinu. Í lok fundarins var þátttakendum boðið að bera upp spurningar og sköpuðust líflegar umræður. Á fundinum komu meðal …
Kaffiboð
Miðvikudaginn 3. september nk. er öllum kjósendum í Skorradalshreppi boðið til kaffisamsætis til að ræða, hlusta og skiptast á skoðunum um málefni er varða kosningar um sameiningu Skorradalshrepps við Borgarbyggð. Boðið er haldið í fundarsal á miðhæð Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri og hefst kl. 17:00 og stendur til 21:00. Ætlunin er að reyna að hafa þetta spjall á óformlegum nótum, …
Dreifibréf um íbúakosningarnar 5.-20. september nk.
Dreifibréf með upplýsingum um álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, kjörstaði í kosningunum 5.-20. september og opnunartíma þeirra er komið í dreifingu í sveitarfélögunum tveimur. Hafi dreifibréfið ekki borist þér má hlaða því niður hér.
Hlekkur á íbúafund í Hjálmakletti kl. 20:00
Hér er hlekkur til að tengjast íbúafundinum í Hjálmakletti í kvöld kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir álit samstarfsnefndar, helstu forsendur þess og fyrirkomulag íbúakosninga um tillögu um sameiningu. Fundargestir á netinu geta sent inn fyrirspurnir í spjalli. Smellið hér til að sjá upptöku frá fundinum.
Framlagning kjörskráa
Kjörskrár vegna íbúakosninganna liggja frammi til skoðunar á skrifstofum Skorradalshrepps og Borgarbyggðar á opnunartíma þeirra fram að upphafi kosninga þann 5. september nk. Í Skorradalshreppi verður einnig hægt að skoða kjörskrána hjá Jóni Eiríki Einarssyni oddvita samkvæmt nánara samkomulagi. Opnunartími skrifstofu Borgarbyggðar er: Mánudaga-fimmtudaga kl. 09:30-15:00 Föstudaga kl. 09:30-14:00 Opnunartími skrifstofu Skorradalshrepps er: Mánudaga og fimmtudaga kl 10:30-12:00
Íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 20:00 verður haldinn íbúafundur um tillögu um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti í Borgarnesi. Á fundinum verður kynnt álit samstarfsnefndar og forsendur hennar, auk þess sem farið verður yfir fyrirkomulag kosninga um tillöguna sem fram fara 5.-20. september. Kynningunni verður streymt á internetinu. Hlekkur á streymið verður birtur á upplýsingasíðu samstarfsnefndar, borgfirdingar.is eftir hádegi …
Kjörstaðir og opnunartími
Sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa samþykkt tillögur kjörstjórnar um skiptingu í kjördeildir, kjörstaði og opnunartíma í sameiningarkosningunum sem fara fram 5. – 20. september nk. Skorradalshreppur verður ein kjördeild en Borgarbyggð verður skipt í fjórar kjördeildir, þær hinar sömu og í Alþingiskosningum og forsetakosningum. Opnunartími kjörstaða verður eftirfarandi: Skrifstofa Borgarbyggðar – allar kjördeildir 5. september 10:00-14:00 8.-12. september kl. 12:00-14:00 …
- Page 1 of 2
- 1
- 2