Eru viðurlög við því að villa á sér heimildir í íbúakosningum?

Já. Í 134. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eru ákvæði um að það varði sektum að gefa villandi upplýsingar sem leiða til rangrar skráningar í kjörskrá eða greiða atkvæði í nafni annars einstaklings, nema þyngri refsins liggi við eftir öðrum lögum. Tekið er fram í lögunum að þetta eigi sérstaklega við málamyndaskráningu lögheimilis í kjördæmi til að vera settur þar á kjörskrá.