Kjörstaður í Brákarhlíð 19. september kl. 10:00-11:30

Opnaður verður færanlegur kjörstaður í Hjúkrunar- og Dvalarheimilinu Brákarhlíð föstudaginn 19. september frá kl. 10.00 til 11.30.

Kjörstaðurinn verður í Hátíðarsal á fyrstu hæðinni og munu starfsmenn Brákarhlíðar fylgja þeim íbúum sem vilja taka þátt í kosningunni á kjörstað.

Bæði verður hægt að greiða atkvæði í íbúakosningum í Borgarbyggð og í Skorradalshreppi og hægt er að óska eftir aðstoð við kosninguna.