Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps leggur til að kosið verði um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna dagana 5.-20. september næstkomandi.
Kosningar um sameiningar sveitarfélaga fara fram í hverju sveitarfélagi fyrir sig og einfaldur meirihluti þeirra sem kjósa ræður niðurstöðu kosninganna í viðkomandi sveitarfélagi. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir sveitarstjórnirnar.
Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna ákveða á hvaða tímabili kosningarnar fara fram, en samstarfsnefnd um sameiningu mun leggja til að þær hefjist 5. september nk. og ljúki 20. september nk. Atkvæðagreiðsla skal standa í 14 daga hið minnsta en samkvæmt tillögunni yrði kosningatímabilið 15 dagar. Nánari upplýsingar um íbúakosningar um sameiningartillögu má lesa hér.