Já, sveitarstjórnir Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hafa tekið ákvörðun um að hefja formlegar viðræður og skipað samstarfsnefnd um sameiningu. Í því felst skuldbinding til að gefa íbúum færi á að kjósa um sameiningartillögu.
Sveitarstjórnirnar ákveða endanlegt kosningatímabil en samstarfsnefnd um sameiningu mun leggja til að kosið verði dagana 5. september til 20. september 2025.
Ákvörðun um nafn sveitarfélags er á valdi sveitarstjórnar á hverjum tíma. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags ákveður því nafnið. Tillaga að nafni liggur ekki fyrir.
Borgarbyggð sinnir nú þegar þjónustunni við Skorradalshrepp samkvæmt þjónustusamningi og því ekki ástæða til að ætla að breytingar verði á skipulagi starfsemi leik- og grunnskóla
Leitað hefur verið eftir sjónarmiðum íbúa á íbúafundum sem haldnir hafa verið í tengslum við sameiningarviðræður sveitarfélaganna og svör íbúa verða höfð til hliðsjónar við mótun tillögu og framtíðarsýnar.
Það er ekki gert ráð fyrir að sameining leiði af sér uppsagnir starfsmanna.
Kosningarnar fara fram á tveggja vikna tímabili að lágmarki. Hægt er að greiða atkvæði á tilgreindum kjörstöðum í hverju sveitarfélagi á opnunartíma eða með því að senda atkvæði til kjörstjórnar. Kjósandi óskar þá eftir því við kjörstjórn að fá kjörgögn send til sín á það heimilisfang eða það netfang sem hann gefur upp. Heimilt er að bjóða kjósendum að greiða atkvæði á hreyfanlegum kjörstað og skal þá auglýst hvar kjörstaður er á hverjum tíma.
Þorrablótin eru ekki haldin á vegum sveitarfélaganna. Sameining sveitarfélaganna hefur því ekki bein áhrif á það hvort þau verða haldin áfram á hverjum stað fyrir sig.
Ef sameiningin er samþykkt skipa sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga sérstaka stjórn sem hefur það hlutverk að undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Hver sveitarstjórn skipar þrjá fulltrúa í stjórnina. Hlutverk stjórnarinnar er að semja samþykkt um stjórn og fundarsköp sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Stjórnin tekur einnig ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags, tekur saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið og skal hefja vinnu við endurskoðun þeirra og samræmingu.
Íslenskir, danskir, finnskir, sænskir og norskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á lokadegi atkvæðagreiðslu og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 20 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst eiga kosningarétt í íbúakosningum. Hið sama gildir um aðra erlenda ríkisborgarar, sem hafa átt skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir lokadag atkvæðagreiðslu, og eru skráðir í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórn er heimilt að miða kosningaaldur í íbúakosningu við 16 ár, sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga.
Já, niðurstaða kosninga um sameiningu er bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir.
Ef sameiningin verður samþykkt tekur hún líklega gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða í maí 2026. Gildistakan yrði í júní þegar ný sveitarstjórn tekur við stjórnartaumunum.
Sveitarfélögin hafa ekki áhrif á það hvort sjálfstæð og frjáls félög sameinast, hvort sem það eru íþróttafélögin, björgunarsveitir eða önnur félög.