Skipun samstarfsnefndar
Sveitarstjórnir ákveða að hefja viðræður um sameiningu og skipa samstarfsnefnd um sameiningu skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Stöðugreining
Upplýsinga er aflað um starfsemi sveitarfélaganna, skipulag, fjárhag, áætlanir, samstarfsverkefni, lýðfræði, þjónustusvæði og fleira sem gefið getur vísbendingar um það hvað myndi breytast við sameiningu.
Samráð er haft við starfsmenn og íbúa sveitarfélaganna á íbúafundum og vinnustofum. Skipaðir eru starfshópar til að fjalla um afmarkaða þætti í starfsemi sveitarfélaganna og meta kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúa.
Mótun tillögu og álits
Samstarfsnefnd um sameiningu fer yfir þau gögn sem safnað er í stöðugreiningu og dregur upp líklega framtíðarsýn fyrir sameinað sveitarfélag. Sveitarstjórnir taka álit samstarfsnefndar til umræðu án atkvæðagreiðslu.
Kynning tillögu og álits
Álit samstarfsnefndar er kynnt fyrir íbúum í aðdraganda kosninga. Kynningin stendur yfir í a.m.k. 20 daga. Haldnir eru kynningarfundir og kynningarefni er birt opinberlega með ýmsum hætti.
Íbúakosning
Kosið verður um sameiningu í september 2025. Kosningin tekur tvær vikur og niðurstaða þeirra er bindandi. Íbúar beggja sveitarfélaga þurfa að samþykkja sameiningu til að af henni verði.
Innleiðing
Ef íbúar samþykkja sameiningu er skipuð undirbúningsstjórn sem undirbýr gildistöku nýs sveitarfélags. Gerð er tillaga að nýrri samþykkt fyrir sveitarfélagið og verklagi við samræmingu reglna, sameiningu fjárhagskerfa o.fl.
Nýtt sveitarfélag tæki til starfa eftir sveitarstjórnarkosningar 2026.