Skjaldarmerki Íslands

Ákvörðun Skorradalshrepps um undirskriftasöfnun felld úr gildi

Innviðaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Skorradalshrepps um að heimila undirskriftasöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu um ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja formlegar viðræður við Borgarbyggð um sameiningu sveitarfélaganna. Í áliti ráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin, sem tekin var á fundi sveitarstjórnar þann 1. ágúst 2024, hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Sveitarstjórn Skorradalshrepps samþykkti þann 4. júlí 2024 að …

Kosið um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í september

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps leggur til að kosið verði um tillögu að sameiningu sveitarfélaganna dagana 5.-20. september næstkomandi. Kosningar um sameiningar sveitarfélaga fara fram í hverju sveitarfélagi fyrir sig og einfaldur meirihluti þeirra sem kjósa ræður niðurstöðu kosninganna í viðkomandi sveitarfélagi. Niðurstöðurnar eru bindandi fyrir sveitarstjórnirnar. Sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna ákveða á hvaða tímabili kosningarnar fara fram, en samstarfsnefnd um …

Vel heppnaður íbúafundur í Hjálmakletti

Fimmtudaginn 23.janúar sl. var -haldinn íbúafundur á vegum samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Hjálmakletti og á Teams. Í upphafi fundarins var farið yfir stöðu sameiningarviðræðnanna en megintilgangur hans var að gefa íbúum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Um 35 manns mættu á fundinn, þar af 29 á staðnum og 6 á Teams. Að kynningu lokinn …

Upplýsingavefur samstarfsnefndar opnaður

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefir opnað upplýsingavef á léninu https://borgfirdingar.is . Á síðunni eru ýmsar upplýsingar og gögn um sameiningarviðræðurnar og kosningarnar, efni frá íbúafundum og fróðleikur um sameiningu sveitarfélaga. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar til samstarfsnefndar á síðunni. Samstarfsnefnd mun nýta vefinn til að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri við íbúa og …