Þann 27. nóvember sl. var haldin vinnustofa með starfshópum sem fjölluðu hver um sinn þátt í starfsemi sveitarfélaganna og áhrif sameiningar á hann.
Niðurstöðurnar voru teknar saman í minnisblöð:
Hlutverk starfshópa á er að kortleggja stöðu mála á þeim málasviðum sem þeir hafa til umfjöllunar og gera tillögur að framtíðarsýn og markmiðum:
- Starfshóparnir kortleggja styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri og gera grein fyrir kostum og ókostum sameiningar fyrir íbúa sveitarfélaganna.
- Starfshóparnir draga upp framtíðarsýn fyrir þau málefnasvið sem þeir hafa til umfjöllunar.
- Starfshóparnir gera lista yfir helstu markmið sem þarf að ná til að raungera framtíðarsýnina.
Afurð starfshópavinnu er minnisblað til samstarfsnefndar þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum.